Tyrkneskt lamb á brauði

Hér er skemmtilegur lambaréttur í grillveisluna.

Pottur og diskur

Hráefni

 500-600 g lambakjöt, niðurskorið gott að nota bóg eða annað kjöt sem er svolítið fitusprengt.
 ½ tsk. chili-flögur
 1 hvítlauksgeiri, rifinn
 1 msk. olía

Leiðbeiningar

1

Blandið chili-flögum, hvítlauk og olíu saman og nuddið kjötið upp úr því. Þræðið á grillspjót og látið bíða í 30 mín. Grillið við meðalhita. Berið fram með volgum pítubrauðum, harissa, sýrðum rauðlauk, granateplum og jógúrt.

4 -6 pítubrauð
2-3 msk. harissa (chili-mauk)
6 msk. sýrður rauðlaukur
½ granatepli, kjarnar
6 msk. hrein jógúrt eða grísk jógúrt

2

SÝRÐUR RAUÐLAUKUR:
1 rauðlaukur, fínt sneiddur
5 dl sjóðandi vatn
3 msk. sykur
1 dl hvítvínsedik
2-3 msk. ferskt dill, saxað 1-2 tsk. einiber

3

Setjið laukinn í skál og hellið sjóðandi vatni yfir.
Látið standa í 1 mín. og sigtið síðan vatnið frá.
Setjið laukinn í skál og hellið öllu öðru sem er í uppskriftinni út í.
Látið standa í minnst klukkutíma.

4

Geymist í viku í ísskáp.

5
Uppskriftin er úr Gestgjafanum Umsjón: Sigríður Björk Bragadóttir Myndir: Hákon Davíð Björnsson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​