Tómatgljáðar kartöflur

Tómatgljáðar kartöflur
Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg kartöflur, soðnar og afhýddar
 1 dl sykur
 2 msk smjör
 2 msk rjómi eða mjólk
 1-2 msk tómatsósa

Leiðbeiningar

1

Ef notaðar eru forsoðnar kartöflur (Þykkvabæjar) er best að setja þær í pott og sjóða í fáeinar mínútur til að hita þær í gegn. Hellt í sigti og látið renna vel af þeim.. Sykrinum stráð á pönnu og hann bræddur við meðalhita án þess að hræra. Smjörið sett á pönnuna og henni hallað fram og aftur þar til smjörið er bráðið. Rjóma og tómatsósu hrært saman við. Kartöflurnar settar út í og hrært þar til þær eru alþaktar sykurbráð.

Deila uppskrift