Tómatasalat

Afar einfalt en gott salat sem hentar vel með lambakjöti, ekki síst með grillkjötinu á heitum sumardegi. Tómatarnir eru marineraðir í bragðmikilli salatsósu.

Pottur og diskur

Hráefni

 4 – 5 tómatar, vel þroskaðir
 0.5 laukur, gjarna rauðlaukur
 0.5 hvítlauksgeiri
 2 msk ólífuolía
 1 msk sherry edik
 1 tsk þunnt hunang
 nokkur basilíkublöð, söxuð, eða aðrar kryddjurtir eftir smekk
 chilipipar á hnífsoddi
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Tómatarnir saxaðir smátt og laukurinn einnig. Hvítlaukurinn pressaður. Sett í skál og öllu hinu hrært saman við. Látið standa í hálftíma og hrært öðru hverju. Smakkað og bragðbætt eftir smekk. Síðan er salatinu hrúgað á fat eða stóran disk .

Deila uppskrift