Tómatasalat

Afar einfalt en gott salat sem hentar vel með lambakjöti, ekki síst með grillkjötinu á heitum sumardegi. Tómatarnir eru marineraðir í bragðmikilli salatsósu.

Pottur og diskur

Hráefni

 4 – 5 tómatar, vel þroskaðir
 0.5 laukur, gjarna rauðlaukur
 0.5 hvítlauksgeiri
 2 msk ólífuolía
 1 msk sherry edik
 1 tsk þunnt hunang
 nokkur basilíkublöð, söxuð, eða aðrar kryddjurtir eftir smekk
 chilipipar á hnífsoddi
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Tómatarnir saxaðir smátt og laukurinn einnig. Hvítlaukurinn pressaður. Sett í skál og öllu hinu hrært saman við. Látið standa í hálftíma og hrært öðru hverju. Smakkað og bragðbætt eftir smekk. Síðan er salatinu hrúgað á fat eða stóran disk .

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​