Timjan-skyrsósa

Skyr er mjög gott að nota í ýmsar kaldar sósur og ídýfur, gjarna bragðbættar með ferskum kryddjurtum og e.t.v. hvítlauk. Þessi hentar sérlega vel með grilluðu lambakjöti.

Pottur og diskur

Hráefni

 0.5 lítill laukur, skorinn í bita
 1 hvítlauksgeiri
 dálítið knippi af fersku timjani
 300 g hreint KEA-skyr
 2-3 tsk ólífuolía
 nýmalaður pipar og salt

Leiðbeiningar

1

Setjið lauk, hvítlauk og timjan í matvinnsluvél eða blandara og saxið smátt. Þeytið skyri, olíu, pipar og salti saman við.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​