Timjan-skyrsósa
Skyr er mjög gott að nota í ýmsar kaldar sósur og ídýfur, gjarna bragðbættar með ferskum kryddjurtum og e.t.v. hvítlauk. Þessi hentar sérlega vel með grilluðu lambakjöti.
- 4

Hráefni
0.5 lítill laukur, skorinn í bita
1 hvítlauksgeiri
dálítið knippi af fersku timjani
300 g hreint KEA-skyr
2-3 tsk ólífuolía
nýmalaður pipar og salt
Leiðbeiningar
1
Setjið lauk, hvítlauk og timjan í matvinnsluvél eða blandara og saxið smátt. Þeytið skyri, olíu, pipar og salti saman við.