Tandoori Lamb
Þessi uppskrift er úr smiðju kokkanna á Austur-Indíafjelaginusem er hvað þekktasta indverska veitingahúsið hérlendis. Lambakjöt er mikið notað í indverskri matseld og íslenska lambakjötið fellur vel að henni. Austur-Indíafjelagið rekur einnig Austurlandahraðlestina þar sem hægt er að panta mat til að taka með heim.
- 4
Hráefni
1 kg lambafillet
250 ml AB mjólk
1 msk engifer-mauk
1 msk hvítlauks-mauk
2 msk sítrónusafi
1 msk garam masala
1.5 msk cumin powder
0.5 msk chilli powder
2 msk matarolía
1 msk salt
Leiðbeiningar
1
Hreinsið og skerið lambið í 5cm teninga. Marinerið lambið í hvítlauks og engifer maukinu, sítrónusafanum, olíunni og saltinu. Látið standa í 30 mín og bætið við restinni af hráefninu. Marínerið í 3-4 klst. Tilbúið á grillið.