Tandoori lamb með fersku grænmeti, Mangó-chutneysósu og nanbrauði – einfalt krydd í grillsumarið

Tandoori matreiðsla Indverja er ein elsta grillaðferð í heimi. Auðvelt er að ná sama árangri með venjulegu grilli og Pataks kryddmauki – spennandi blöndu af ferskum möluðum kryddjurtum. Lykillinn að ferskleika þeirra er að þær eru varðveittar í góðri olíu.

Pottur og diskur

Hráefni

 Úrbeinað lambakjöt t.d. lambafillé eða lambaprime, um 200-250 g á mann.
 Pataks Tandoori paste
 Hráefni í meðlæti:
 nanbrauð
 olífuolía
 ferskt grænmeti (t.d. kálblanda, tómatar, paprika)
 1 dós Mango chutney
 1 dós grísk jógúrt

Leiðbeiningar

1

Látið kjötið liggja í kryddmaukinu í a.m.k 30 mín – best er að láta marínerast yfir nótt.

2

Grillið eins og venjulega.

3

Berið kjötið fram með nanbrauðinu, fersku salati og kaldri Mangó-chutneysósu.

Naan brauð, pensluð með ólífuolíu sett beint á grillið.

Köld chutneysósa: Mangó chutney og grísk jógúrt hrært saman í styrkleika eftir smekk.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​