Tandoori lamb með fersku grænmeti, Mangó-chutneysósu og nanbrauði – einfalt krydd í grillsumarið

Tandoori matreiðsla Indverja er ein elsta grillaðferð í heimi. Auðvelt er að ná sama árangri með venjulegu grilli og Pataks kryddmauki – spennandi blöndu af ferskum möluðum kryddjurtum. Lykillinn að ferskleika þeirra er að þær eru varðveittar í góðri olíu.

Pottur og diskur

Hráefni

 Úrbeinað lambakjöt t.d. lambafillé eða lambaprime, um 200-250 g á mann.
 Pataks Tandoori paste
 Hráefni í meðlæti:
 nanbrauð
 olífuolía
 ferskt grænmeti (t.d. kálblanda, tómatar, paprika)
 1 dós Mango chutney
 1 dós grísk jógúrt

Leiðbeiningar

1

Látið kjötið liggja í kryddmaukinu í a.m.k 30 mín – best er að láta marínerast yfir nótt.

2

Grillið eins og venjulega.

3

Berið kjötið fram með nanbrauðinu, fersku salati og kaldri Mangó-chutneysósu.

Naan brauð, pensluð með ólífuolíu sett beint á grillið.

Köld chutneysósa: Mangó chutney og grísk jógúrt hrært saman í styrkleika eftir smekk.

Deila uppskrift