Tacos með rifnu lambakjöti
- 30 mín
- 4-6
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið majónes, jógúrt, sítrónusafa, sítrónubörk og hvítlauk saman í blandara og maukið þar til allt hefur samlagast vel.
Setjið rauðkál, gulrót og steinselju í skál og blandið saman.
Hrærið sósunni saman við og kælið þar til fyrir notkun.
Setjið eplaedik, vatn, sykur, sinnepsfræ og kumminfræ í lítinn pott á miðlungsháan hita. Komið upp að suðu og látið malla þar til allur sykurinn er uppleystur. Takið af hitanum og látið kólna örlítið.
Setjið lauk og jalapeno í hitaþolna og sótthreinsaða krukku sem rúmar u.þ.b. 400 ml. Hellið edikleginum yfir laukinn, passið að hann fljóti vel yfir. Lokið krukkunni og kælið þar til fyrir notkun.
Setjið kóríander, steinselju, hvítlauksgeira og salt saman í skál og blandið.
Bætið við sinnepi, kapers og sítrónuberki ásamt ólífuolíu.
Hrærið ediki saman við og bragðbætið eftir smekk. Kælið þar til fyrir notkun.
Steikið tortillakökurnar á þurri pönnu í u.þ.b. 30 sek. á hvorri hlið.
Setjið rauðkálshrásalat, rifið lambakjöt, kóríandersalsa og sýrðan rauðlauk á tortillakökurnar, kreistið límónusafa yfir og berið fram.