Svið

Svið
Pottur og diskur

Hráefni

 2 sviðahausar (4 kjammar)
 1 lárviðarlauf (má sleppa)
 10 piparkorn (má sleppa)
 1 msk gróft salt

Leiðbeiningar

1

Sviðin þvegin, hreinsuð vel og skafin, ef þarf (nú eru þau þó seld hreinsuð og þarf þá ekkert að gera við þau).

2

Sviðin eru sett í pott ásamt lárviðarlaufi, piparkornum og salti. Vatni hellt í pottinn, svo miklu að rétt fljóti yfir sviðin.

3

Hitað að suðu og froða fleytt ofan af.

4

Sviðin eru svo látin sjóða við fremur hægan hita í um 1 klst, eða þar til þau eru meyr.

5

Þá eru kjammarnir teknir upp úr og látið renna vel af þeim. Bornir fram heitir eða kaldir með kartöflustöppu og e.t.v. rófustöppu.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​