Sveppir með hvítlauk og steinselju

Smjörsteiktir sveppir, kryddaðir með hvítlauk, steinselju og e.t.v. öðrum kryddjurtum, eru frábært meðlæti með steiktu lambakjöti eins og raunar svo mörgu öðru. Kastaníusveppir eru bragðmeiri en venjulegir sveppir - prófið þá endilega ef þið eruð hrifin af sveppum.

Pottur og diskur

Hráefni

 500 g kastaníusveppir (nota má venjulega ætisveppi)
 2 hvítlauksgeirar
 75 g smjör
 2 – 3 tímíangreinar, ferskar, eða 0.25 tsk. þurrkað tímían (má líka sleppa)
 nýmalaður pipar
 salt
 0.5 knippi steinselja, gjarna ítölsk flatblaðssteinselja

Leiðbeiningar

1

Skerið sveppina í helminga eða fjórðunga ef þeir eru stórir og saxið hvítlaukinn smátt. Bræðið smjörið á stórri pönnu. Setjið sveppina, hvítlaukinn og tímíanið á pönnuna, malið pipar yfir og látið krauma við meðalhita í 6-8 mínútur, eða þar til sveppirnir eru dökkgullinbrúnir og meyrir. Saltið eftir smekk. Saxið steinseljuna, stráið meirihlutanum af henni yfir, hrærið og látið krauma í 1-2 mínútur í viðbót. Hellið sveppunum á disk og stráið afganginum af steinseljunni yfir.

Deila uppskrift