Sumarlegt lambaprime

Ein frábær fyrir grillið eftir Ingólf Þorsteinsson matreiðslumann á Kolabrautinni.

Pottur og diskur

Hráefni

 Lambaprime
 Ólífuolía
 Salt
 Pipar
 Smælki kartöflur
 Gulrætur
 Sellerírót

Leiðbeiningar

1

Lambaprime er grillað og látið hvíla á bakka með hvítlauksolíu, timjan og rósmarín í fimm mínútur. Sett í 100 gráðu heitan ofn í fimm mínútur og látið hvíla í fimm mínútur.

2

Vorlaukurinn er soðinn í saltvatni í eina mínútu (vatnið þarf að vera sjóðandi á meðan). Vorlaukurinn tekinn uppúr og settur í klakavatn, þerraður og grillaður svo grillrendur komi í hann. Kryddað með salti, pipar og hvítlauksolíu.

3

Cherry tómatar eru skornir í fernt, kryddaðir með ólífuolíu, salti og pipar.

4

Spínatið er steikt á heitri pönnu uppúr olíu, kryddað með salti og pipar.

5

Þetta er sumarréttur og mjög gott að bera fram með Librandi-ólívuolíu eða annarri góðri ólívuolíu með í staðinn fyrir sósu.

Deila uppskrift