Sumarlegt lambaprime

Ein frábær fyrir grillið eftir Ingólf Þorsteinsson matreiðslumann á Kolabrautinni.

Pottur og diskur

Hráefni

 Lambaprime
 Ólífuolía
 Salt
 Pipar
 Smælki kartöflur
 Gulrætur
 Sellerírót

Leiðbeiningar

1

Lambaprime er grillað og látið hvíla á bakka með hvítlauksolíu, timjan og rósmarín í fimm mínútur. Sett í 100 gráðu heitan ofn í fimm mínútur og látið hvíla í fimm mínútur.

2

Vorlaukurinn er soðinn í saltvatni í eina mínútu (vatnið þarf að vera sjóðandi á meðan). Vorlaukurinn tekinn uppúr og settur í klakavatn, þerraður og grillaður svo grillrendur komi í hann. Kryddað með salti, pipar og hvítlauksolíu.

3

Cherry tómatar eru skornir í fernt, kryddaðir með ólífuolíu, salti og pipar.

4

Spínatið er steikt á heitri pönnu uppúr olíu, kryddað með salti og pipar.

5

Þetta er sumarréttur og mjög gott að bera fram með Librandi-ólívuolíu eða annarri góðri ólívuolíu með í staðinn fyrir sósu.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​