Suðvesturríkja-kryddlögur
Þessi kryddlögur er ættaður frá Suðvesturríkjum Bandaríkjanna og ber töluverðan svip af Tex-Mex-eldamennsku. Hann hentar sérlega vel á kótelettur, lærissneiðar og framhryggjarsneiðar.
- 4
Hráefni
4 msk ólífuolía
2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir
3 msk nýkreistur límónusafi
1 msk hunang eða púðursykur
0.25 tsk chilikryddblanda (chili powder, ekki chilipipar)
0.25 tsk kummin
e.t.v. skvetta af tabascosósu
nýmalaður pipar
salt