Stökkur lambahryggur í karamelluhjúpi

Stökkur lambahryggur í karamelluhjúpi
Pottur og diskur

Hráefni

 2 lambahryggir, um 2,5 kg-hvor
 Karamelluhjúpur
 100 g hrásykur
 2 dl rauðvín
 1 dl soja
 1 dl balsamikedik
 2 msk Dijon sinnep
 Raspur
 100 g grófur brauðraspur
 fersk- salvía, steinselja og rósmarín
 sjávarsalt og heill rósapipar
 Kartöflublíní
 4 stórar bökunarkartöflur
 5 eggjahvítur
 2 egg
 330 ml pilsner
 3 msk hveiti
 1 tsk lyftiduft
 1 sítróna (mega vera fleiri)
 sjávarsalt
 Grænertumauk
 500 g grænertur (mega vera frostnar)
 500 ml rjómi
 3 greinar mynta (má sleppa)
 2 msk ólífuolía
 Suðrænt salat
 2 agúrkur
 2 grasker
 3 rauð greip
 3 appelsínur
 1 chilli
 smá engifer
 2 dl góð olía
 ferskt dill
 balsamikedik (um 3 msk niðursoðið)

Leiðbeiningar

1

Takið lundina undan hryggnum. Sneiðið hrygginn í kótilettur og lundina í bita, um einn á mann og 3-4 kótilettur.
Saltið og piprið.

Steikið kótiletturnar í ofni við 180°C í 2 mín. takið út og hvílið í 10 mín. Endurtakið.

Steikið kótelettur í 5×2 mín. alls (10 mín. hvíld á milli) og lund 4×2 mín. alls.

Penslið kjötið með karamellubráðinni að lokinni steikingu og veltið upp úr raspinu rétt áður en borið er fram.

Karamelluhjúpur
Brúnið sykur, setjið allan vökva útí og sjóðið. Sinnepi bætt við.

Raspur
Salvía, steinselja og rósmarín saxað smátt og blandað saman við brauðrasp. Nuddið vel saman. Sjávarsalt og rósapipar sett útí.

Kartöflublíní
Sjóðið kartöflur og stappið þær eða maukið.

Sláið saman eggjum og eggjahvítum og hrærið saman við kartöflurnar ásamt pilsner.

Rífið sítrónubörk útí deigið og smá sítrónusafa.

Lyftidufti með hveitinu er að síðustu bætt við þar til deigið er hæfilega þykkt. Saltið að vild.

Bakið u.þ.b. 10 sm, ½ sm þykkar kökur, 2-3 á mann.

Grænertumauk
Sjóðið upp á rjóma með myntunni. Leyfið því að standa dálítið, svo að rjóminn taki bragð. Takið myntuna úr og bætið ertum útí. Hitið allt vel og maukið síðan vel í matvinnsluvél ásamt ólífuolíunni.

Suðrænt salat
Skerið grasker niður í teninga og bakið í ofni við 180°C í 20 mín. Skrælið gúrku og skerið niður.

Blandið söxuðum chilli og rifnum engifer saman við. Saltið og piprið.

Sneiðið lauf af appelsínu og greip, blandið saman við olíuna, söxuðu dilli og niðursoðnu balsamikediki.

Bindið 3-4 kótilettur saman í toppinn með graslauk, skreytt með rósmarín og tímían.

Berið fram ásamt ásamt lundinni, kartöflublíní, suðrænu salati og grænertumauki.

Deila uppskrift