Stökkar vöfflur með harissa-lambi

fetaosti og salsa-verde-sósu
stökkar vöfflur með harissa lambi

Hráefni

Salsa-verde sósa
 2 hvítlauksgeirar, afhýddir og saxaðir smátt
 2 hnefafylli steinselja, smátt söxuð
 1 hnefafylli kóríander, smátt söxuð
 1 msk. kapers, smátt saxað
 2 ansjósur, skolaðar undir köldu vatni og saxaðar smátt
 1 msk dijon-sinnep
 2-3 msk. rauðvínsedik
 u.þ.b. 60 ml ólífuolía
 u.þ.b. ¼ tsk. sjávarsalt
 u.þ.b. 1/8 tsk. svartur pipar, nýmalaður
Grunnuppskrift að vöffludeigi
 225 g hveiti, sigtað
 35 g maíssterkja (cornstarch)
 1 tsk. lyftiduft, sigtað
 1 tsk. sjávarsalt
 375 ml súrmjólk
 60 ml grænmetisolía
 2 egg, skilin
Vöfflur með harissa-lambi
 500 g lambahakk
 1-2 msk. ólífuolía
 1 msk. harissa-krydd
 2 msk. tómatpúrra
 ½ – 1 tsk. sjávarsalt
 ¼ – ½ tsk. svartur pipar, nýmalaður
 250 ml kjúklingasoð
 2 msk. kóríander, saxaður smátt
 200 g fetaostur, mulinn
 1 grunnuppskrift af vöffludeigi
 1 uppskrift salsa-verde-sósa
 2-3 msk. sýrður rjómi, til að bera fram með
 Sriracha-sósa, eða önnur ósæt chili-sósa, til að bera fram með ef vill

Leiðbeiningar

Salsa-verde sósa
1

Setjið hvítlaukinn í skál og hrærið kryddjurtir saman við.

2

Blandið kapers, ansjósum, sinnepi og rauðvínsediki saman við.

3

Bætið ólífuolíu við blönduna og hrærið í á meðan.

4

Bragðbætið með salti og pipar. Kælið þar til fyrir notkun.

Grunnuppskrift að vöffludeigi
5

Setjið hveiti, maíssterkju, lyftiduft og salt í stóra skál og hrærið saman.

6

Bætið súrmjólk, olíu og eggjarauðum saman við, hrærið þar til allt hefur samlagast vel.

7

Þeytið eggjahvítur þar til stífir toppar myndast.

8

Hrærið þeyttu eggjahvítunum varlega saman við deigið þar til allt hefur samlagast vel.

Vöfflur með harissa-lambi
9

Hitið olíu á stórri pönnu yfir háum hita.

10

Bætið lambi saman við og eldið í 6-7 mín.

11

Brjótið kjötið niður með trésleif, bætið við harissa-kryddi, tómatpúrru, ½ tsk. af salti og ¼ tsk. af pipar. Eldið í 1-2 mín.

12

Hellið kjúklingasoði saman við, lækkið örlítið undir pönnunni og látið malla í 4-5 mín. Eða þar til soðið hefur soðið niður og kjötið er eldað í gegn.

13

Bragðbætið með salti og pipar og látið til hliðar.

14

Hrærið kóríander og helmingnum af fetaostinum saman við vöffludeigið.

15

Hitið vöfflujárn og smyrjið að innan með olíu eða smjöri, setjið u.þ.b. 180 ml af deigi í vöfflujárnið og eldið í u.þ.b. 6 mín. Takið vöffluna úr og leggið á disk, endurtakið ferlið með restina af deiginu.

16

Setjið harissa-lamb yfir hverja vöfflu, sáldrið restinni af fetaostinum yfir og berið fram með salsa-verde, sýrðum rjóma og ósætri chili-sósu ef vill.

Deila uppskrift