Stökkar ofnsteiktar kartöflur

Stökkar ofnsteiktar kartöflur
Pottur og diskur

Hráefni

 2 kg kartöflur, meðalstórar (t.d. Gullauga)
 salt
 5 msk. anda- eða gæsafeiti (eða olía)

Leiðbeiningar

1

Ofninn hitaður í 220°C. Kartöflurnar afhýddar og soðnar í saltvatni í um 10 mínútur. Þá er vatninu hellt af þeim, lokið sett á pottinn og hann hristur rösklega einu sinni eða tvisvar til að ýfa yfirborðið á kartöflunum. Þó má ekki hrista svo rösklega að kartöflurnar fari í mola. Feiti eða olía hituð vel í stóru, eldföstu móti, kartöflurnar settar út í og þeim velt upp úr feitinni. Settar í ofninn og steiktar í 25-30 mínútur, eða þar til kartöflurnar eru stökkar og gullinbrúnar að utan.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​