Steinseljukartöflur

Steinseljukartöflur
Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg litlar kartöflur, soðnar og afhýddar
 3 msk. hveiti
 1 tsk. paprikuduft
 nýmalaður pipar
 salt
 2 msk. olía
 hnefafylli af steinselju

Leiðbeiningar

1

Setjið kartöflurnar í skál. Blandið saman hveiti, paprikudufti, pipar og salti, stráið þessu yfir kartöflurnar og veltið þeim upp úr blöndunni. Hitið olíuna á stórri pönnu. Setjið kartöflurnar á pönnuna og steikið þær við nokkuð góðan hita þar til þær eru heitar í gegn og farnar að taka lit. Hristið pönnuna oft á meðan til að snúa kartöflunum. Saxið steinseljuna smátt og stráið yfir. Hristið pönnuna einu sinni enn og takið hana síðan af hitanum.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​