Steinseljukartöflur

Steinseljukartöflur
Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg litlar kartöflur, soðnar og afhýddar
 3 msk. hveiti
 1 tsk. paprikuduft
 nýmalaður pipar
 salt
 2 msk. olía
 hnefafylli af steinselju

Leiðbeiningar

1

Setjið kartöflurnar í skál. Blandið saman hveiti, paprikudufti, pipar og salti, stráið þessu yfir kartöflurnar og veltið þeim upp úr blöndunni. Hitið olíuna á stórri pönnu. Setjið kartöflurnar á pönnuna og steikið þær við nokkuð góðan hita þar til þær eru heitar í gegn og farnar að taka lit. Hristið pönnuna oft á meðan til að snúa kartöflunum. Saxið steinseljuna smátt og stráið yfir. Hristið pönnuna einu sinni enn og takið hana síðan af hitanum.

Deila uppskrift