Steiktar lærissneiðar með sólþurrkuðu tómatpestói

Steiktar lærissneiðar með sólþurrkuðu tómatpestói
Pottur og diskur

Hráefni

 3 msk. olía
 1 msk. basil, þurrkað
 1 msk. tímían, þurrkað
 3 hvítlauksgeirar, pressaðir
 salt
 nýmalaður pipar
 1 kg lambalærisneiðar
 Sólþurrkað tómatpestó:
 1 krukka sólþurrkaðir tómatar með olíu
 1 tsk. tímían (garðablóðberg) þurrkað
 1 msk. basilíka, þurrkað
 1-2 hvítlauksgeirar
 ½ tsk. svartur pipar
 1 msk. hunang
 2 msk. balsamik-edik
 ½ tsk. salt
 Setjið allt í matvinnsluvél og maukið.

Leiðbeiningar

1

Blandið saman í litla skál olíu, basil, tímíani, hvítlauk, salt og pipar.

Nuddið blöndunni vel saman við kjötið og steikið síðan á grillinu eða meðalheitri pönnu í 5-7 mínútur hvora hlið.

Berið kjötið fram með tómatpestói og t.d. blönduðu grænmeti og kartöflum.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​