Steikt lifur með lauksósu
Lauksósa passar mjög vel við lambalifur. Gætið þess aðeins að steikja lifrina ekki of lengi, hún verður seig og leiðinleg ef hún er steikt of mikið.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Lifrin þerruð, himnuhreinsuð og skorin á ská í mjög þunnar sneiðar sem velt er upp úr hveiti blönduðu pipar og salti. Helmingurinn af smjörinu hitaður á stórri pönnu og laukurinn látinn krauma í því í 6-10 mínútur við meðalhita, eða þar til hann er meyr og gullinn. Tekinn upp með gataspaða og settur á disk. Afgangurinn af smjörinu bræddur og lifrin steikt við nokkuð góðan hita í 1½-2 mínútur á hvorri hlið. Þá er hún færð yfir á hitað fat og henni haldið heitri. Laukurinn settur aftur á pönnuna. Afgangurinn af hveitinu hristur með vatninu og hellt yfir. Tómatþykkni og muldum súputeningi hrært saman við, hitað að suðu og lauksósan látin malla í um 5 mínútur. E.t.v. lituð með nokkrum dropum af sósulit. Sett á fatið með lifrinni eða ofan á hana og borið fram.