Steikt lambalifur með beikoni, lauk og sveppum
Á haustin er um að gera að nýta innmatinn sem best en úr honum má laga bragðgóða og ódýra hversdagsrétti og við hvetjum ykkur til að prófa nýjar uppskriftir og krydd. Hérna er ein frábær uppskrift úr haust blaði Gestgjafans 2011.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið olíu á stórri pönnu og steikið beikon í 1 mín. eða þar til það fer að brúnast.
Bætið þá lauk og sveppum á pönnuna og steikið í 2-3 mín. í viðbót.
Bragðbætið með salti og pipar.
Takið þá allt af pönnunni og haldið heitu.
Kryddið lifrarsneiðar með pipar, saltið og veltið síðan upp úr hveiti.
Hitið olíu og smjör á sömu pönnu og steikið sneiðarnar í 1 ½ mín. á hvorri hlið.
Bætið þá rauðvíni á pönnuna, ásamt tómatþykkni, tímíani og lárviðarlaufum og sjóðið niður í síróp.
Hellið vatni á pönnuna og þykkið með sósujafnara.
Sjóðið í 2 mín takið þá pönnuna af hellunni og bætið smjöri saman við.
Hrærið í þar til smjörið er bráðnað.
Berið fram með kartöflumús og t.d. salati og brauði.