Steikt lamba innlæri

með pestó og ristuðu grænmeti
steikt lamba innlæri með pestó

Hráefni

Steikt lamba innlæri
 1 stk. lamba innlæri u.þ.b. 400 gr
 3 msk olía
 8 litlar kartöflur, skornar í tvennt
 1 rauðlaukur, saxaður gróft
 3 gulrætur miðlungstærð, skornar í tvennt
 1 hvítlauksgeiri
Pestó
 40 gr ferskt basil
 25 gr furuhnetur
 25 gr parmesan ostur
 80 ml ólífu olía
 1 hvítlauksgeiri

Leiðbeiningar

Steikt lamba innlæri með pestó og ristuðu grænmeti
1

Hitið ofninn í 200 °C.

2

Brúnið kjötið á pönnu í tvær mínútur á hvorri hlið og setjið á bakka ásamt grænmetinu.

3

Steikið í ofni í 30 mín, takið úr ofni og hvílið í 10 mín.

4

Berið ríflegt magn af pestó á kjötið áður en það er borið fram.

Pestó
5

Blandið öllu saman í matvinnsluvél og smakkið til með salti og svörtum pipar.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​