Steikt lamba innlæri

með pestó og ristuðu grænmeti
steikt lamba innlæri með pestó

Hráefni

Steikt lamba innlæri
 1 stk. lamba innlæri u.þ.b. 400 gr
 3 msk olía
 8 litlar kartöflur, skornar í tvennt
 1 rauðlaukur, saxaður gróft
 3 gulrætur miðlungstærð, skornar í tvennt
 1 hvítlauksgeiri
Pestó
 40 gr ferskt basil
 25 gr furuhnetur
 25 gr parmesan ostur
 80 ml ólífu olía
 1 hvítlauksgeiri

Leiðbeiningar

Steikt lamba innlæri með pestó og ristuðu grænmeti
1

Hitið ofninn í 200 °C.

2

Brúnið kjötið á pönnu í tvær mínútur á hvorri hlið og setjið á bakka ásamt grænmetinu.

3

Steikið í ofni í 30 mín, takið úr ofni og hvílið í 10 mín.

4

Berið ríflegt magn af pestó á kjötið áður en það er borið fram.

Pestó
5

Blandið öllu saman í matvinnsluvél og smakkið til með salti og svörtum pipar.

Deila uppskrift