Spænskt lambalæri

Hér er uppskrift að vel krydduðu lambalæri með einstaklega bragðmikilli sósu.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri
 KRYDDLÖGUR:
 4 tsk. salt
 2 hvítlauksgeirar
 2 tsk. tabasko-sósa eða harissa 2 tsk. majoram
 2 tsk. paprika
 2 msk. olía
 2 laukar
 4 msk. olía
 4 -5 dl rauðvín
 2 dl vatn
 sósujafnari eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn á 280°C.

2

Blandið því sem fer í kryddlöginn saman og smyrjið á lærið. Setjið það í ofnskúffu og í heitan ofninn. Brúnið lærið í 5 mín. og lækkið síðan hitann í 200°C.

3

Afhýðið laukinn, skerið í fernt og raðið í kringum lærið, sáldrið olíu á laukinn, látið þetta steikjast í 30 mín.

4

Hellið þá 2 dl rauðvíni og vatni yfir lærið og látið þetta malla samtals í 1-1 ½ klst. (fer eftir stærð) eða þangað til kjarnhiti er 60-65°C.

5

Hellið lauknum og soðinu úr ofnskúffunni í pott og bætið því sem eftir er af rauðvíninu út í.

6

Sjóðið saman í góða stund og bragðbætið. Þykkið með sósujafnara.

7
Uppskriftin er úr Gestgjafanum Umsjón: Sigríður Björk Bragadóttir Myndir: Hákon Davíð Björnsson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​