Spænskt lambalæri

Hér er uppskrift að vel krydduðu lambalæri með einstaklega bragðmikilli sósu.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri
 KRYDDLÖGUR:
 4 tsk. salt
 2 hvítlauksgeirar
 2 tsk. tabasko-sósa eða harissa 2 tsk. majoram
 2 tsk. paprika
 2 msk. olía
 2 laukar
 4 msk. olía
 4 -5 dl rauðvín
 2 dl vatn
 sósujafnari eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn á 280°C.

2

Blandið því sem fer í kryddlöginn saman og smyrjið á lærið. Setjið það í ofnskúffu og í heitan ofninn. Brúnið lærið í 5 mín. og lækkið síðan hitann í 200°C.

3

Afhýðið laukinn, skerið í fernt og raðið í kringum lærið, sáldrið olíu á laukinn, látið þetta steikjast í 30 mín.

4

Hellið þá 2 dl rauðvíni og vatni yfir lærið og látið þetta malla samtals í 1-1 ½ klst. (fer eftir stærð) eða þangað til kjarnhiti er 60-65°C.

5

Hellið lauknum og soðinu úr ofnskúffunni í pott og bætið því sem eftir er af rauðvíninu út í.

6

Sjóðið saman í góða stund og bragðbætið. Þykkið með sósujafnara.

7
Uppskriftin er úr Gestgjafanum Umsjón: Sigríður Björk Bragadóttir Myndir: Hákon Davíð Björnsson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift