Spænsk papriku-tómatsósa
Mjög góð spænsk tómatsósa sem á sérlega vel við grillað lambakjöt af ýmsu tagi, t.d. lambafille eða lærissneiðar.
- 4
Hráefni
25 g hnetur eða möndlur (t.d. pekanhnetur eða valhnetur)
6 hvítlauksgeirar
6-8 piquillo-paprikur (niðursoðnar í krukku, t.d. frá Svansö)
3-4 tómatar, vel þroskaðir, saxaðir
1 msk sherry- eða rauðvínsedik
nýmalaður pipar og salt
1.5 dl jómfrúarolía
2 msk steinselja, söxuð
Leiðbeiningar
1
Ristið hneturnar á pönnu eða á grillinu þar til þær eru rétt farnar að taka lit. Setjið þær svo í matvinnsluvél eða blandara ásamt hvítlauk, paprikum, tómötum, ediki, pipar og salti og látið vélina ganga þar til allt er komið í mauk. Þeytið þá olíunni saman við smátt og smátt. Smakkið og þeytið að lokum steinseljunni saman við.