Spænsk papriku-tómatsósa

Mjög góð spænsk tómatsósa sem á sérlega vel við grillað lambakjöt af ýmsu tagi, t.d. lambafille eða lærissneiðar.

Pottur og diskur

Hráefni

 25 g hnetur eða möndlur (t.d. pekanhnetur eða valhnetur)
 6 hvítlauksgeirar
 6-8 piquillo-paprikur (niðursoðnar í krukku, t.d. frá Svansö)
 3-4 tómatar, vel þroskaðir, saxaðir
 1 msk sherry- eða rauðvínsedik
 nýmalaður pipar og salt
 1.5 dl jómfrúarolía
 2 msk steinselja, söxuð

Leiðbeiningar

1

Ristið hneturnar á pönnu eða á grillinu þar til þær eru rétt farnar að taka lit. Setjið þær svo í matvinnsluvél eða blandara ásamt hvítlauk, paprikum, tómötum, ediki, pipar og salti og látið vélina ganga þar til allt er komið í mauk. Þeytið þá olíunni saman við smátt og smátt. Smakkið og þeytið að lokum steinseljunni saman við.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​