Souvlaki á flatbrauði með hvítlaukssósu

Norður-Afríkubúar eru hrifnir af lambakjöti eins og við Íslendingar. Þeir eru líka sólgnir í svið eins og við hér heima. Kanill, chilimauk og kummin eru krydd sem þeir nota mikið og hér eru nokkrar uppskriftir sem laða fram góða bragðið af okkar frábæra lambakjöti. Hér er ein frábær úr júní tölublaði Gestgjafans 2011.

Pottur og diskur

Hráefni

 600 g lambavöðvi, skorinn í munnbita
 2 msk. olía
 1 tsk. paprikukrydd
 ½ agúrka, skorin í sneiðar
 4 tómatar, skornir í sneiðar
 4 tortillur
 

Hvítlaukssósa:

 1 dós sýrður rjómi
 1 hvítlauksgeirar, rifið
 2 tsk. óreganó
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Blandið öllu saman og hrærið. Þræðið lambakjötsbita upp á bambusspjót.

Blandið olíu og paprikukryddi saman og penslið kjötið með blöndunni.

Grillið kjötið í 2-3 mín. á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar.

Hitið tortillur, smyrjið þær með hvítlaukssósu og vefjið þeim utan um kjötið, gúrkusneiðar og tómatsneiðar.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Sigríður Björk Bragadóttir Myndir: Bragi Jósepsson Stílisti: Guðrún Hrund Sigurðardóttir

Deila uppskrift