Sojamarineraðir lambagrillpinnar

Kjötið er hér látið liggja í afar einföldum soja- og sítrónukryddlegi áður en það er grillað. Best er að hafa soðin hrísgrjón með kjötinu og e.t.v. einnig grillað grænmeti. Einn munnbiti á hverjum teini er tilvalið sem réttur á pinna-smáréttaborðið.

Pottur og diskur

Hráefni

 6-700 g meyrt lambakjöt, t.d. hryggvöðvi (fillet)
 safi úr 2 sítrónum
 4 msk sæt indónesísk sojasósa (ketjap manis)
 2 msk kínversk sojasósa
 2 msk ólífuolía
 nýmalaður pipar
 3-4 hvítlauksgeirar, pressaðir
 e.t.v. fersk kóríanderlauf, söxuð

Leiðbeiningar

1

Lambakjötið fitu- og himnuhreinsað ef þarf og skorið í ræmur, 6-8 cm langar og um 1½-2 cm þykkar. Allt hitt þeytt saman, lambakjötsræmunum velt upp úr því og þær látnar liggja í leginum í nokkrar klukkustundir. Kjötið er svo þrætt upp á teinana eftir endilöngu og grillað við háan hita í 5-6 mínútur alls og snúið oft. Sósuna má sjóða rösklega í 2-3 mínútur og bera fram sem ídýfu með kjötinu.

2

fillet filet fille file

Deila uppskrift