Soðið rauðkál

Gamaldags og pottþétt rauðkálsuppskrift. Þeir sem einu sinni hafa komist upp á að sjóða rauðkálið sitt sjálfir láta sér ekki niðursoðið rauðkál duga þaðan í frá. Allavega ekki á hátíðisdögum.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg rauðkál
 2 epli
 400 ml vatn
 2 msk rauðvínsedik
 3 msk sykur, eða eftir smekk
 3 msk rifsberjahlaup
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Rauðkálið þvegið og snyrt og síðan skorið í mjóar ræmur. Eplin afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í bita og kálið og eplin sett í nokkuð stóran pott. Vatninu hellt yfir ásamt edikinu, hitað að suðu og látið malla við hægan hita í um hálftíma, eða þar til kálið er vel meyrt. Sykri og rifsberjahlaupi bætt í pottinn ásamt svolitlum pipar og salti og látið malla í nokkrar mínútur í viðbót. Smakkað og bragðbætt með rifsberjahlaupi eða ediki eftir smekk.

Deila uppskrift