Soðið rauðkál

Gamaldags og pottþétt rauðkálsuppskrift. Þeir sem einu sinni hafa komist upp á að sjóða rauðkálið sitt sjálfir láta sér ekki niðursoðið rauðkál duga þaðan í frá. Allavega ekki á hátíðisdögum.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg rauðkál
 2 epli
 400 ml vatn
 2 msk rauðvínsedik
 3 msk sykur, eða eftir smekk
 3 msk rifsberjahlaup
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Rauðkálið þvegið og snyrt og síðan skorið í mjóar ræmur. Eplin afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í bita og kálið og eplin sett í nokkuð stóran pott. Vatninu hellt yfir ásamt edikinu, hitað að suðu og látið malla við hægan hita í um hálftíma, eða þar til kálið er vel meyrt. Sykri og rifsberjahlaupi bætt í pottinn ásamt svolitlum pipar og salti og látið malla í nokkrar mínútur í viðbót. Smakkað og bragðbætt með rifsberjahlaupi eða ediki eftir smekk.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​