Sítrónulegin lambagrillsteik
Þegar lambalæri er grillað getur verið mjög heppilegt að úrbeina það og móta svo kjötstykkið þannig að þykktin verði sem jöfnust og kjötið steikist jafnt á tiltölulega stuttum tíma. Þetta kallast á ensku ,,butterfly".
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Úrbeinið lærið, eða látið gera það í versluninni. Leggið það á bretti með skurðflötinn upp og skerið djúpan, láréttan skurð í vöðvann þar sem hann er þykkastur, þannig að unnt sé að opna vöðvann eins og bók og kjötstykkið verði allt álíka þykkt. Flysjið gula börkinn þunnt af sítrónunum og kreistið úr þeim safann. Setjið sítrónubörk og -safa, olíu, lauk, hvítlauk, kryddjurtir og pipar í pott, hitið að suðu og látið kólna. Setjið kjötið í eldfast fat, hellið kryddleginum yfir, breiðið plast yfir og látið standa í kæli í a.m.k. sex klukkutíma og gjarna yfir nótt. Snúið kjötinu e.t.v. nokkum sinnum. Takið það svo úr leginum og látið standa við stofuhita á meðan grillið er að hitna. Kveikið á báðum/öllum brennurunum á gasgrilli og hitið grillið vel; ef notað er kolagrill, bíðið þá þar til kolin eru rauðglóandi. Slökkvið svo á öðrum brennaranum, setjið kjötið á grillið þeim megin, lokið og grillið í 45-60 mínútur, eða eftir smekk. Snúið kjötinu e.t.v. tvisvar eða þrisvar á grilltímanum og penslið það með afganginum af leginum, en forðist annars að opna grillið, þá tapast svo mikill hiti. (Ef notað er kolagrill, setjið þá bakka í miðjuna, hafið kolin til beggja hliða og grillið kjötið yfir bakkanum.) Takið kjötið af grillinu þegar það er um það bil hæfilega grillað, setjið það á bretti, breiðið álpappír yfir og látið standa í um 10 mínútur áður en það er skorið.