Sítrónukryddlögur

Mjög einfaldur og auðveldur sítrónukryddlögur sem hentar vel á t.d. kótelettur, lærissneiðar, kebab og annað lambakjöt sem á að grilla. Einnig má nota hann til að pensla lambalæri.

Pottur og diskur

Hráefni

 6 msk ólífuolía
 nýkreistur safi úr 1 sítrónu
 1 msk mild chilisósa (t.d. Heinz) eða 1 msk tómatsósa og skvetta af tabascosósu
 1 tsk timjan, þurrkað
 1 tsk sítrónupipar

Leiðbeiningar

1

Allt hrært saman í skál

Deila uppskrift