Sítrónugras- og rósmarínlegnar lambakótilettur

Lambakjötið er tilvalið á grillið hvort sem það er grillað í sneiðum, heilum vöðvum eða steikum. Uppskrift úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar, matreiðslumeistara sem birtist í Grillblaði Gestgjafans 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 1/2 kg lambakótilettur
 
 Kryddlögur:
 1 dl vatn
 1 stilkur sítrónugras, smátt
 saxaður
 2 msk. rósmarínnálar
 1 dl steinselja, smátt söxuð
 5 hvítlauksgeirar
 1 tsk. nýmalaður pipar
 2 dl olía
 1 1/2 tsk. salt

Leiðbeiningar

1

Setjið vatn, sítrónugras og rósmarín í lítinn pott og sjóðið við vægan hita í 2-3 mín.

Kælið og setjið í matvinnsluvél, ásamt steinselju, hvítlauk, pipar og olíu, og maukið vel.

Takið helminginn af kryddleginum frá og geymið.

Leggið kjötið í hinn helminginn af leginum, blandið vel og látið standa við stofuhita í 1 klst.

Grillið á meðalheitu grilli í 4-5 mín. á hvorri hlið.

Kryddið kjötið með salti og berið fram með kryddleginum sem þið geymduð ásamt t.d. grilluðu grænmeti og kartöflum.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​