Sítrónu-og tímíanlegið lamba-prime með salsaverde-sósu

Girnileg uppskrift úr uppskiftasafni Úlfars Finnbjörnssonar sem hæfir þessu frábæra hráefni og hentar vel við ýmis tækifæri sem birtist í 9. tbl. Gestgjafans 2008.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lamba-prime
 1 dl ólífuolía
 safi úr 1 sítrónu
 1 msk. ysta lagið af sítrónu, rifið
 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
 1-2 msk. tímíanlauf, helst sítrónutímían
 1 tsk. nýmalaður pipar
 1-2 msk. steinselja, smátt söxuð

Leiðbeiningar

1

Setjið allt í skál og blandið vel saman.

2

Geymið við stofuhita í 1 klst.

3

Sósa:
3 msk. steinselja
1 msk. mynta
3 msk. kapers
4 ansjósuflök
1 hvítlauksgeiri
1 msk. dijon-sinnep
2 msk. sítrónusafi
1 1/2 dl ólífuolía
salt
nýmalaður pipar

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.

Strjúkið megnið af kryddleginum af kjötinu og grillið á meðalheitu grilli í 6-8 mín.

Snúið kjötinu reglulega.

Berið kjötið fram með sósunni, grilluðu grænmeti og kartöflum.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Stílisti: Gerður Harðardóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​