Sítrónu-og tímíanlegið lamba-prime með salsaverde-sósu
Girnileg uppskrift úr uppskiftasafni Úlfars Finnbjörnssonar sem hæfir þessu frábæra hráefni og hentar vel við ýmis tækifæri sem birtist í 9. tbl. Gestgjafans 2008.
- 4
Hráefni
800 g lamba-prime
1 dl ólífuolía
safi úr 1 sítrónu
1 msk. ysta lagið af sítrónu, rifið
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
1-2 msk. tímíanlauf, helst sítrónutímían
1 tsk. nýmalaður pipar
1-2 msk. steinselja, smátt söxuð
Leiðbeiningar
1
Setjið allt í skál og blandið vel saman.
2
Geymið við stofuhita í 1 klst.
3
Sósa:
3 msk. steinselja
1 msk. mynta
3 msk. kapers
4 ansjósuflök
1 hvítlauksgeiri
1 msk. dijon-sinnep
2 msk. sítrónusafi
1 1/2 dl ólífuolía
salt
nýmalaður pipar
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.
Strjúkið megnið af kryddleginum af kjötinu og grillið á meðalheitu grilli í 6-8 mín.
Snúið kjötinu reglulega.
Berið kjötið fram með sósunni, grilluðu grænmeti og kartöflum.
4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Stílisti: Gerður Harðardóttir