Sítrónu-jógúrtsósa
Köld sósa sem á vel við margs konar grillaða lambakjötsrétti, ekki síst ef þeir eru fremur sterkt kryddaðir.
- 4
Hráefni
1 dós hrein jógúrt (nota má skyr eða sýrðan rjóma)
rifinn börkur af 1 sítrónu
1 msk sítrónusafi, nýkreistur
1 tsk kummin (cumin), malað
1 tsk hunang eða sykur
nýmalaður pipar
salt
Leiðbeiningar
1
Allt hrært saman og látið standa í kæli í a.m.k. 1 klst. Borið fram með alls konar grilluðu lambakjöti.