Sinnepsmarineraðar lambakótilettur

Lambakjötið hentar við fjölbreytt tækifæri.  Hér er góð og fljótleg uppskrift að lambakótilettum frá Úlfari Finnbjörnssyni sem birtist í klúbbablaði Gestgjafans 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 16 lambakótilettur, án fitu
 salt
 nýmalaður pipar
 3 msk. olía
 3 msk. dijon-sinnep
 1 rauðlaukur, smátt saxaður
 8 radísur, rifnar
 4 msk. súrsað engifer

Leiðbeiningar

1

Kryddið kótilettur með salti og pipar og steikið í olíu á meðal heitri pönnu í 2-3 mín. á hvorri hlið. Penslið kjötið með dijon-sinnepi og berið fram með rauðlauk, radísum og súrsuðu engifer.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Stílisti: Gerður Harðardóttir Myndir: Gunnar Þór Nilsen

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​