Sinnepskryddaðar lambakótelettur

Einfaldara gerist það varla. Hér eru kóteletturnar aðeins látnar marinerast á meðan grillið er að hitna en það má líka láta þær liggja í marineringunni í nokkra klukkutíma í kæli.

Pottur og diskur

Hráefni

 12 lambakótilettur
 3 msk dijonsinnep
 4 hvítlauksgeirar, pressaðir

Leiðbeiningar

1

Kóteletturnar e.t.v. fitusnyrtar ögn, einkum rifjaendarnir. Sinnepi og hvítlauk blandað saman. Blöndunni smurt á báðar hliðar kjötsins og látið liggja á meðan grillið er hitað. Kóteletturnar eru svo grillaðar í 3-4 mínútur á hvorri hlið.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​