Sinnepskryddaðar lambakótelettur
Einfaldara gerist það varla. Hér eru kóteletturnar aðeins látnar marinerast á meðan grillið er að hitna en það má líka láta þær liggja í marineringunni í nokkra klukkutíma í kæli.
- 4
Hráefni
12 lambakótilettur
3 msk dijonsinnep
4 hvítlauksgeirar, pressaðir
Leiðbeiningar
1
Kóteletturnar e.t.v. fitusnyrtar ögn, einkum rifjaendarnir. Sinnepi og hvítlauk blandað saman. Blöndunni smurt á báðar hliðar kjötsins og látið liggja á meðan grillið er hitað. Kóteletturnar eru svo grillaðar í 3-4 mínútur á hvorri hlið.