Sinnepsbrúnaðar kartöflur

Sinnepsbrúnaðar kartöflur
Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg kartöflur, soðnar og afhýddar
 1 dl hrásykur (má nota venjulegan sykur)
 30 g smjör
 3 msk. rjómi
 1/2-1 tsk. dijon-sinnep

Leiðbeiningar

1

Ef notaðar eru forsoðnar kartöflur (Þykkvabæjar) er best að setja þær í pott og sjóða í fáeinar mínútur til að hita þær í gegn. Hellt í sigti og látið renna vel af þeim. Sykrinum stráð jafnt á stóra pönnu og hún hituð þar til sykurinn er bráðinn en ekki farinn að brenna. Ekki á að hræra í honum á meðan. Smjörið sett á pönnuna og henni hallað fram og aftur þar til smjörið er bráðið. Sinnepinu blandað saman við rjómann, honum hellt á pönnuna og hrært þar til karamellan er slétt. Þá eru kartöflurnar settar á pönnuna, hrært og látið sjóða í 2-3 mínútur.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​