Sinnepsbrúnaðar kartöflur

Sinnepsbrúnaðar kartöflur
Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg kartöflur, soðnar og afhýddar
 1 dl hrásykur (má nota venjulegan sykur)
 30 g smjör
 3 msk. rjómi
 1/2-1 tsk. dijon-sinnep

Leiðbeiningar

1

Ef notaðar eru forsoðnar kartöflur (Þykkvabæjar) er best að setja þær í pott og sjóða í fáeinar mínútur til að hita þær í gegn. Hellt í sigti og látið renna vel af þeim. Sykrinum stráð jafnt á stóra pönnu og hún hituð þar til sykurinn er bráðinn en ekki farinn að brenna. Ekki á að hræra í honum á meðan. Smjörið sett á pönnuna og henni hallað fram og aftur þar til smjörið er bráðið. Sinnepinu blandað saman við rjómann, honum hellt á pönnuna og hrært þar til karamellan er slétt. Þá eru kartöflurnar settar á pönnuna, hrært og látið sjóða í 2-3 mínútur.

Deila uppskrift