Sinneps- og estragonhjúpað lambafillet með kryddjurtasósu

Sinneps- og estragonhjúpað lambafillet með kryddjurtasósu
Pottur og diskur

Hráefni

 4 x 200 g lambafilletbitar með fitu
 salt og nýmalaður pipar
 2 msk. olía

Leiðbeiningar

1

Sinneps- og estragonhjúpur:

2

1 msk. hunang
1 msk. Dijon-sinnep
4 msk. fáfnisgras (estragon), smátt saxað, eða 2 msk. þurrkað
½ dl brauðraspur

3

Skerið rendur ofan í fituna á lambakjötinu og kryddið með salti og pipar. Steikið kjötið í olíu á vel heitri pönnu í 4-5 mín. eða þar til kjötið er fallega brúnað á öllum hliðum. Hrærið saman hunang og sinnep og penslið kjötið á öllum hliðum. Blandið saman brauðraspi og fáfnisgrasi og veltið kjötinu upp úr kryddraspinum. Bakið við 190°C í 8-10 mín.

4

Kryddjurtasósa:

5

1 laukur, smátt saxaður
2 msk. olía
1 lárviðarlauf
1 tsk. tímíanlauf
1 tsk. rósmarínnálar
1 msk. fáfnisgras
2 dl hvítvín
3 dl lambasoð eða vatn og lambakraftur sósujafnari
40 g kalt smjör í teningum
salt og nýmalaður pipar

6

Steikið lauk í olíu í potti án þess að brenna hann. Bætið kryddjurtum og hvítvíni í pottinn og sjóðið niður um ¾. Hellið lambasoði í pottinn og þykkið með sósujafnara. Takið pottinn af hellunni og bætið smjöri saman við. Hrærið í þar til smjörið hefur bráðnað, eftir það má sósan ekki sjóða. Smakkið til með salti og pipar. Skerið kjötið í fallegar sneiðar og berið fram með sósunni og t.d. blönduðu grænmeti og steiktum kartöflum.

7
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift