Sinneps- og estragonhjúpað lambafillet með kryddjurtasósu

Sinneps- og estragonhjúpað lambafillet með kryddjurtasósu
Pottur og diskur

Hráefni

 4 x 200 g lambafilletbitar með fitu
 salt og nýmalaður pipar
 2 msk. olía

Leiðbeiningar

1

Sinneps- og estragonhjúpur:

2

1 msk. hunang
1 msk. Dijon-sinnep
4 msk. fáfnisgras (estragon), smátt saxað, eða 2 msk. þurrkað
½ dl brauðraspur

3

Skerið rendur ofan í fituna á lambakjötinu og kryddið með salti og pipar. Steikið kjötið í olíu á vel heitri pönnu í 4-5 mín. eða þar til kjötið er fallega brúnað á öllum hliðum. Hrærið saman hunang og sinnep og penslið kjötið á öllum hliðum. Blandið saman brauðraspi og fáfnisgrasi og veltið kjötinu upp úr kryddraspinum. Bakið við 190°C í 8-10 mín.

4

Kryddjurtasósa:

5

1 laukur, smátt saxaður
2 msk. olía
1 lárviðarlauf
1 tsk. tímíanlauf
1 tsk. rósmarínnálar
1 msk. fáfnisgras
2 dl hvítvín
3 dl lambasoð eða vatn og lambakraftur sósujafnari
40 g kalt smjör í teningum
salt og nýmalaður pipar

6

Steikið lauk í olíu í potti án þess að brenna hann. Bætið kryddjurtum og hvítvíni í pottinn og sjóðið niður um ¾. Hellið lambasoði í pottinn og þykkið með sósujafnara. Takið pottinn af hellunni og bætið smjöri saman við. Hrærið í þar til smjörið hefur bráðnað, eftir það má sósan ekki sjóða. Smakkið til með salti og pipar. Skerið kjötið í fallegar sneiðar og berið fram með sósunni og t.d. blönduðu grænmeti og steiktum kartöflum.

7
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​