Shawarma Píta

Þessi girnilega uppskrift er eftir Yesmine Olsson úr bókum hennar "Framandi og freistandi"

Pottur og diskur

Hráefni

 500 g fitulítið lambakjöt – skorið í þunnar sneiðar
 pítubrauð (sjá uppskrift)
 tahini sósa
 Marínering:
 3 msk sítrónusafi
 1 tsk hvítvínsedik
 2 msk ólífuolía
 4 hvítlauksrif pressuð
 2 msk laukur fínt skorinn
 ¼ tsk cayennepipar
 ½ tsk kóríanderduft
 ½ tsk kanill
 ½ tsk negull
 ½ tsk múskat
 ½ tsk allrahanda (allspice)
 ½ tsk nýmalaður svartur pipar
 1 tsk sjávarsalt

Leiðbeiningar

1

Daginn áður: Blandið öllum hráefnunum í maríneringuna vel saman, berið á kjötið og pakkið því í plastfilmu og setjið í ísskáp yfir nótt.

Takið kjötið út úr ísskápnum og látið það standa þar til það hefur náð stofuhita. Hitið grillið á ofninum. Setjið kjötið ásamt maríneringunni í eldfast mót og setjið undir grillið í u.þ.b. 15 mín. Snúið kjötinu einu sinni á tímabilinu eða þar til kjötið er orðið brúnað.

Berið fram í pítubrauði ásamt örlitlu af tahinisósu og fersku spínatsalati með fetaosti.

2

Pítuspeltbrauð

3

Ég fékk þessa uppskrift hjá tengdó, hún Klara hefur notað þessa sömu uppskrift í rúm 15 ár og hún er alltaf jafn vinsæl. Á veturna fer brauðið oftast í ofninn en á sumrin yfirleitt á grillið.

8 dl spelthveiti
2 dl heilhveiti
1 tsk salt
1 tsk sykur
2 tsk fínt þurrger
4 dl ylvolgt vatn

Setjið hveiti, salt, sykur og þurrger í skál. Hellið volgu vatni út í og hnoðið deigið vel og vandlega. Leggið stykki yfir skálina og látið deigið lyfta sér í 30 mínútur eða lengur. Takið úr skálinni og búið til litlar kúlur. Fletjið þær út með höndunum. Leggið á hreint hveitistráð stykki og leggið annað yfir. Setjið mesta hita á bakarofninn eða útigrillið. Á grillinu eru brauðin bökuð í 2-4 mín. á hvorri hlið en í bakaraofninum þarf ekki að snúa þeim við og þá tekur baksturinn um 5 mín. Brauðin eru best nýbökuð en þau má líka frysta.

Deila uppskrift