Sesam- og sinnepshjúpað lambainnlæri

Hér er góð uppskrift að gómsætu lambainnlæri með seasam - og sinnepshjúp.  Uppskriftin frá Úlfari Finnbjörnssyni og birtist í veislublaði Gestgjafans 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 3lambainnanlæri,u.þ.b.900ghvert
 salt
 nýmalaður svarturpipar
 2msk.olía
 Hjúpurogsósa:
 1/2dlhunang
 1dldijon-sinnep
 1dlthahini(sesammauk)
 2hvítlauksgeirar,pressair
 3msk.estragon
 3msk.hvítvínsedik
 3msk.sítrónusafi
 salt
 nýmalaður svartur pipar
 11/2dlolía

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Setjið allt sem á að fara í hjúp og sósu, nema olíuna, í skál og blandið vel.

3

Takið helminginn frá og geymið til þess að hjúpa með kjötið.

4

Búið sósuna til með því að hella olíunni í mjórri bunu í skálina með afganginum af hjúpnum og hrærið stöðugt í með písk á meðan.

5

Kryddið kjötið með salti og pipar og brúnið í olíu á pönnu. Setjið kjötið þá í ofnskúffu, penslið með hjúpnum og bakið í ofninum í 12 mín.

6

Berið fram með sósunni, steiktum kartöflum og grænmeti.

7
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Gunnar Þór Nilsen

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​