Sesam- og sinnepshjúpað lambainnlæri

Hér er góð uppskrift að gómsætu lambainnlæri með seasam - og sinnepshjúp.  Uppskriftin frá Úlfari Finnbjörnssyni og birtist í veislublaði Gestgjafans 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 3lambainnanlæri,u.þ.b.900ghvert
 salt
 nýmalaður svarturpipar
 2msk.olía
 Hjúpurogsósa:
 1/2dlhunang
 1dldijon-sinnep
 1dlthahini(sesammauk)
 2hvítlauksgeirar,pressair
 3msk.estragon
 3msk.hvítvínsedik
 3msk.sítrónusafi
 salt
 nýmalaður svartur pipar
 11/2dlolía

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Setjið allt sem á að fara í hjúp og sósu, nema olíuna, í skál og blandið vel.

3

Takið helminginn frá og geymið til þess að hjúpa með kjötið.

4

Búið sósuna til með því að hella olíunni í mjórri bunu í skálina með afganginum af hjúpnum og hrærið stöðugt í með písk á meðan.

5

Kryddið kjötið með salti og pipar og brúnið í olíu á pönnu. Setjið kjötið þá í ofnskúffu, penslið með hjúpnum og bakið í ofninum í 12 mín.

6

Berið fram með sósunni, steiktum kartöflum og grænmeti.

7
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Gunnar Þór Nilsen

Deila uppskrift