Satay lambakonfekt

Satay lambakonfekt
Satay lambakonfekt

Hráefni

Satay-sósa
 250 ml kókosrjómi
 1 ½ msk. rautt karrí mauk
 70 g salthnetur, saxaðar smátt
 1 msk. hnetusmjör, slétt
 1 msk. púðursykur
Lambakonfekt
 12 stk. lambakonfekt
 ½ tsk. túrmerik
 ½ tsk. sykur
 1 tsk. sjávarsalt
 3 msk. bragðlítil olía
 ½ hnefafylli kóríanderlauf
 ½ hnefafylli myntulauf
 ½ rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
 1 uppskrift satay sósa
 kúskús, soðið til að bera fram með

Leiðbeiningar

Satay-sósa
1

Setjið helminginn af kókosrjómanum í pott og hafið á miðlungsháum hita. Látið malla í 5-6 mín. Eða þar til rjóminn hefur skilið sig og vatnið hefur að mestu gufað upp.

2

Lækkið undir pottinum, bætið karrí mauki saman við og eldið í 1-2 mín.

3

Setjið restina af hráefninu saman við og látið malla í 2-3 mín.

4

Takið sósuna af hitanum og látið standa til hliðar þar til fyrir notkun.

Lambakonfekt
5

Setjið túrmerik, sykur, salt og 2 msk. af olíu í skál og hrærið saman. Blandið lambakonfekti saman við kryddlöginn og látið standa í 5 mín. Hitið grill eða grillpönnu og penslið með restinni af olíunni. Eldið lambið í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið. Setjið kúskús á disk eða fat og leggið kjötið ofan á. Sáldrið kóríander, myntu og rauðlauk yfir kjötið og berið fram með satay-sósu.

6

Blandið lambakonfekti saman við kryddlöginn og látið standa í 5 mín.

7

Hitið grill eða grillpönnu og penslið með restinni af olíunni.

8

Eldið lambið í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið.

9

Setjið kúskús á disk eða fat og leggið kjötið ofan á.

10

Sáldrið kóríander, myntu og rauðlauk yfir kjötið og berið fram með satay-sósu.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​