Samloka með rifnu lambi
á 10 mínútum
- 10
- 5
Hráefni
Rifið lambakjöt- pulled lamb frá Pure Arctic
350 gr. rifið lamb „pulled lamb“ Pure Arctic
Rauðkáls-hrásalat
150 gr. majónes
50 gr. jógúrt
2 tsk. sítrónusafi
1 tsk. sítrónubörkur, rifinn fínt
1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
200 g rauðkál, kjarnhreinsað og skorið mjög þunnt
1 msk. steinselja 3-4 msk. jalapeno, skorið gróft
3-4 msk. jalapeno, gróft skorið
Samlokan
350 gr. rifið lambakjöt
4 hamborgarabrauð
4 msk. BBQ sósa
Leiðbeiningar
Rifið lambakjöt- pulled lamb frá Pure Arctic
1
Foreldað og tilbúið rifið lambakjöt fæst í mörgum verslunum. Fljótlegt í notkun.
2
Hitið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
Rauðkáls-hrásalat
3
Setjið majónes, sítrónusafa, sítrónubörk og hvítlauk saman í blandara og maukið þar til allt hefur samlagast vel.
4
Setjið rauðkál, steinselju og jalapeno í skál og blandið saman. Hrærið sósunni saman við og kælið þar til fyrir notkun.
Samlokan
5
Hitið og smyrjið brauðin með BBQ-sósu, fyllið með rifnu lambakjöti og hrásalati.