Samloka með rifnu lambi

á 10 mínútum
rifin lambakjöts samloka

Hráefni

Rifið lambakjöt- pulled lamb frá Pure Arctic
 350 gr. rifið lamb „pulled lamb“ Pure Arctic
Rauðkáls-hrásalat
  150 gr. majónes
  50 gr. jógúrt
  2 tsk. sítrónusafi
  1 tsk. sítrónubörkur, rifinn fínt
  1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
  200 g rauðkál, kjarnhreinsað og skorið mjög þunnt
 1 msk. steinselja 3-4 msk. jalapeno, skorið gróft
  3-4 msk. jalapeno, gróft skorið
Samlokan
 350 gr. rifið lambakjöt
 4 hamborgarabrauð
 4 msk. BBQ sósa

Leiðbeiningar

Rifið lambakjöt- pulled lamb frá Pure Arctic
1

Foreldað og tilbúið rifið lambakjöt fæst í mörgum verslunum. Fljótlegt í notkun.

2

Hitið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.

Rauðkáls-hrásalat
3

Setjið majónes, sítrónusafa, sítrónubörk og hvítlauk saman í blandara og maukið þar til allt hefur samlagast vel.

4

Setjið rauðkál, steinselju og jalapeno í skál og blandið saman. Hrærið sósunni saman við og kælið þar til fyrir notkun.

Samlokan
5

Hitið og smyrjið brauðin með BBQ-sósu, fyllið með rifnu lambakjöti og hrásalati.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​