Saltkjöt og baunir

með rófum, gulrótum, kartöflum og beikoni
Saltkjöt og baunir

Hráefni

Baunir lagðar í bleyti
 300 g gul­ar baun­ir
 vatn
Saltkjöt
 2,5 kg salt­kjöt á beini
  3 l vatn
Baunasúpa
 gular baunir (sem hafa legið í bleyti)
  2 msk olía
 2 lauk­ar, saxaðir
  3 beikonsneiðar, skornar í bita

Leiðbeiningar

Baunir lagðar í bleyti
1

Leggið gular baunir í bleyti með nægu vatni og látið standa yfir nótt. Sigtið og skolið síðan áður en baunirnar eru soðnar.

Saltkjöt
2

Skolið kjötið og setjið í stóran pott með 3 l af vatni og sjóðið við væg­an hita í a.m.k. 70 mínútur. Slökkvið undir og leyfið kjötinu að sitja í vatninu með lokið á.

Baunasúpa
3

Hitið olíu í öðrum potti og svitið lauk og beikon á meðalhita í 3 mín. Bætið baun­um og 2 l af vatni í og sjóðið á rólegum hita í 30-40 mín. Hrærið í pott­in­um reglu­lega. Færið þá 2-3 kjöt­bit­a í súpupott­inn, og sjóðið í 30 mín í viðbót.

4

Þegar kjötið er orðið meyrt og baun­irn­ar mjúk­ar er hún borin fram, sumir vilja mauka hana fínt í matvinnsluvél eða töfra­sprota. Smakkið til með pipar.

Berið súp­una fram með kjöt­inu ásamt soðnum kart­öfl­um, róf­um og gul­rót­um.

Deila uppskrift