Saltkjöt og baunir
Með rófum og gulrótum
- 120 mín
- 4
Hráefni
250 g gular baunir
2 l vatn
1 laukur, saxaður
2 tsk timjan, þurrkað
1,2 kg saltkjöt
500 g gulrófur, afhýddar og skornar í bita
500 g kartöflur, afhýddar og skornar í bita
250 g gulrætur, skornar í bita
nýmalaður pipar, ef vill
Leiðbeiningar
1
Baunirnar settar í pott með vatni, timjan og lauk og hitað að suðu. Látið malla undir loki í um 45 mínútur.
2
Þá eru einn eða tveir kjötbitar settir út í en hinir soðnir sér í potti. Látið sjóða áfram í um hálftíma.
3
Þegar líður á suðutímann er rétt að líta á baunirnar öðru hverju, hræra og athuga hvort bæta þarf við vatni.
4
Næst er grænmetið sett út í og soðið í 20-30 mínútur í viðbót, eða þar til allt er meyrt.
5
Smakkað og e.t.v. kryddað með pipar og salti.
6
Einnig má sjóða allt kjötið sér en þá þarf að salta baunirnar, eða sjóða það allt í súpunni en þá gæti hún orðið of sölt. Líka má sjóða kjötið allt sér en sjóða þess í stað vænan bita af beikoni eða söltuðu svínafleski í súpunni til bragðbætis.