Rúllupylsa
Rúllupylsa er ódýrt álegg sem ekki er mikill vandi að búa til. Hægt er að krydda rúllupylsuna á ýmsa vegu og hafa kryddblönduna sterka eða milda eftir smekk. Margir gera góðan skammt af rúllupylsu á haustin og frysta til að eiga næstu mánuðina.
- 4
Hráefni
1 lambaslag, stórt, eða 2 minni
2 msk gróft salt
0.5 tsk saltpétur (má sleppa)
1 tsk sykur
1 tsk nýmalaður pipar
0.5 tsk engifer (duft)
0.5 tsk allrahanda, steytt
0.25 tsk negull
1 laukur, saxaður smátt
Leiðbeiningar
1
Rifin tekin úr slögunum og þau þvegin, þerruð og snyrt. Skera má eitthvað af fitunni burtu. Slögin (ef þau eru tvö) lögð saman á bretti þannig að þau myndi sem næst ferhyrning. Öllu hinu blandað saman og stráð jafnt yfir. Pylsan vafin nokkuð þétt upp og bundin eða saumuð saman. Soðin fersk og síðan pressuð eða látin fyrst í saltpækil í nokkra daga og síðan soðin og pressuð.
Ýmislegt annað krydd má nota í rúllupylsuna, t.d. hvítlauk, timjan, rósmarín eða ferskan engifer, fínrifinn.