Rúllupylsa

Rúllupylsa
Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambasíða stór, eða 2 minni
 2 msk gróft salt
 1/2 tsk saltpétur (má sleppa)
 1 tsk sykur
 1 tsk nýmalaður pipar
 1/2 tsk engifer (duft)
 1/2 tsk allrahanda, steytt
 1/4 tsk negull
 1 laukur, saxaður smátt

Leiðbeiningar

1

Rifin tekin úr slögunum og þau þvegin, þerruð og snyrt. Skera má eitthvað af fitunni burtu. Slögin (ef þau eru tvö) lögð saman á bretti þannig að þau myndi sem næst ferhyrning.

2

Öllu hinu blandað saman og stráð jafnt yfir.

3

Pylsan vafin nokkuð þétt upp og bundin eða saumuð saman.

4

Soðin fersk og síðan pressuð eða látin fyrst í saltpækil í nokkra daga og síðan soðin og pressuð.

5

Ýmislegt annað krydd má nota í rúllupylsuna, t.d. hvítlauk, timjan, rósmarín eða ferskan engifer, fínrifinn.

Deila uppskrift