Rösti-kartöflur

Rösti-kartöflur
Pottur og diskur

Hráefni

 500-600 g kartöflur, rifnar með rifjárni
 3 hvítlauksgeirar, pressaðir
 1-2 msk. rósmarínnálar
 salt og nýmalaður pipar
 1 dl olía

Leiðbeiningar

1

Kreistið allan safa úr rifnum kartöflum og blandið hvítlauk, rósmaríni, salti og pipar saman við þær.

Hitið ½ dl af olíu á pönnu og steikið kartöflublönduna í 5 mín. við meðalhita eða þar til þær eru orðnar fallega gullinbrúnar.

Snúið þá kartöflunum við og bætið afganginum af olíunni á pönnuna, steikið í 5 mín. til viðbótar.

Færið kartöflukökuna yfir í ofnskúffu og bakið í 180°C heitum ofni í 10 mín.

Skerið kartöflukökuna í sneiðar og berið fram með lambasteikum, rauðlauks- og bláberjasultu og blönduðu grænmeti.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​