Rösti-kartöflur
Rösti-kartöflur
- 4
Hráefni
500-600 g kartöflur, rifnar með rifjárni
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
1-2 msk. rósmarínnálar
salt og nýmalaður pipar
1 dl olía
Leiðbeiningar
1
Kreistið allan safa úr rifnum kartöflum og blandið hvítlauk, rósmaríni, salti og pipar saman við þær.
Hitið ½ dl af olíu á pönnu og steikið kartöflublönduna í 5 mín. við meðalhita eða þar til þær eru orðnar fallega gullinbrúnar.
Snúið þá kartöflunum við og bætið afganginum af olíunni á pönnuna, steikið í 5 mín. til viðbótar.
Færið kartöflukökuna yfir í ofnskúffu og bakið í 180°C heitum ofni í 10 mín.
Skerið kartöflukökuna í sneiðar og berið fram með lambasteikum, rauðlauks- og bláberjasultu og blönduðu grænmeti.