Rósmarínkryddað lambalæri með gljáðum eplum

Lambakjöt er ljúfmeti

Pottur og diskur

Hráefni

 1 meðalstórt lambalæri
 6-8 hvítlauksgeirar, skornir langsum til helminga
 3 rósmarínstönglar
 3-4 laukar, skornir í báta
 4-5 epli, Fuji eða græn Granny Smith 1 ½ dl epladjús
 1 sítróna, safi og börkur
 3-4 msk. hlynsíróp
 2 dl rifsberjahlaup
 4 msk. olía
 pipar og salt

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 220°C.

2

Snyrtið lambalærið og stingið með beittum hníf 1- 2 cm djúpar raufar í kjötið. Stingið hvítlauk og nokkrum rósmarínlaufum í hverja rauf.

3

Takið kjarnann úr eplunum og skerið þau í mjög grófa báta, flysjið laukinn og skerið í 4 hluta, setjið smávegis af rifsberjahlaupi á hvern eplabát. Leggið lærið í ofnskúffu eða á steikarfat. Ef notað er lítið læri er í lagi að setja laukinn og eplin með lærinu í ofnskúffuna um leið og það er sett í ofninn en ef lærið er stórt er ágætt að láta laukinn og eplin inn þegar lærið hefur verið í ofninum í 30 mínútur.

4

Blandið saman í skál: 1 ½ dl epladjús, safa og berki af sítrónu, hlynsírópi, 1 dl af rifsberjahlaupi og olíunni. Saxið restina af rósmaríninu og blandiðsaman við löginn. Setjið rúmlega helminginn af leginum yfir lærið, laukinn og eplin. Kryddið vel meðpipar og salti.

5

Setjið lærið inn í ofn og eldið við 220°C í u.þ.b. 30 mínútur, lækkið hitann í 180°C og setjið laukinn og eplin inn ef það var ekki gert í upphafi. Eldið lærið í u.þ.b eina klukkustund til viðbótar,bætið restinni af leginum út á lærið og eplin annað slagið. Þegar lærið er tekið úr ofninum er ágætt að láta það standa í u.þ.b. 15 mínútur.

6

Eldunartími fer bæði eftir stærð lærisins og smekk.

7

Berið fram með t.d. kartöflum, soðnu grænmeti og rifsberjahlaupi.

8
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir Myndir: Kristinn Magnússon

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​