Rósmarínkryddað lambalæri með gljáðum eplum
Lambakjöt er ljúfmeti
- 4-6
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 220°C.
Snyrtið lambalærið og stingið með beittum hníf 1- 2 cm djúpar raufar í kjötið. Stingið hvítlauk og nokkrum rósmarínlaufum í hverja rauf.
Takið kjarnann úr eplunum og skerið þau í mjög grófa báta, flysjið laukinn og skerið í 4 hluta, setjið smávegis af rifsberjahlaupi á hvern eplabát. Leggið lærið í ofnskúffu eða á steikarfat. Ef notað er lítið læri er í lagi að setja laukinn og eplin með lærinu í ofnskúffuna um leið og það er sett í ofninn en ef lærið er stórt er ágætt að láta laukinn og eplin inn þegar lærið hefur verið í ofninum í 30 mínútur.
Blandið saman í skál: 1 ½ dl epladjús, safa og berki af sítrónu, hlynsírópi, 1 dl af rifsberjahlaupi og olíunni. Saxið restina af rósmaríninu og blandiðsaman við löginn. Setjið rúmlega helminginn af leginum yfir lærið, laukinn og eplin. Kryddið vel meðpipar og salti.
Setjið lærið inn í ofn og eldið við 220°C í u.þ.b. 30 mínútur, lækkið hitann í 180°C og setjið laukinn og eplin inn ef það var ekki gert í upphafi. Eldið lærið í u.þ.b eina klukkustund til viðbótar,bætið restinni af leginum út á lærið og eplin annað slagið. Þegar lærið er tekið úr ofninum er ágætt að láta það standa í u.þ.b. 15 mínútur.
Eldunartími fer bæði eftir stærð lærisins og smekk.
Berið fram með t.d. kartöflum, soðnu grænmeti og rifsberjahlaupi.