Rósmarínkryddað lambalæri
Rósmarín er krydd sem á vel við lambakjöt og ef stungið er í það rósmarínkvistum á víð og dreif, ásamt hvítlauksflísum og hráskinkubitum, fær lærið mjög skemmtilegt bragð. Best er að steikja það ekki of mikið, það ætti að vera vel bleikt í miðju.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 230°C. Þerrið lambalærið með eldhúspappír og núið pipar og salti vel inn í það. Stingið djúpar raufar í það á 15-20 stöðum með mjóum, oddhvössum hníf. Skerið hvítlauksgeirana í flísar og stingið einni flís djúpt í hverja rauf. Skerið hráskinkuna og 3-4 rósmaríngreinar í bita, álíka marga og raufarnar, og stingið skinkubita og rósmarínkvisti í hverja rauf, en alls ekki á kaf. Dreifið afganginum af rósmaríngreinunum á botninn á steikarfati, leggið lærið ofan á, setjið í ofninn og steikið í 15-20 mínútur eða þar til kjötið er byrjað að brúnast. Lækkið þá hitann í 180°C og steikið áfram í 1-1 1/2 klukkustund, eftir því hve stórt lærið er og hve mikið það á að vera steikt. Gott er að nota kjöthitamæli, stinga honum í vöðvann þar sem hann er þykkastur en gæta þess að endinn snerti ekki bein. Mælirinn á að sýna um 55°C fyrir lítið steikt, 60-65°C fyrir meðalsteikt og 70°C fyrir gegnsteikt. Takið lærið úr ofninum og látið það standa í a.m.k. 10 mínútur áður en skorið er í það, og gjarna lengur.
Einnig má setja lærið á grind sem höfð er yfir ofnskúffu eða eldföstu fati og skera þá t.d. kartöflur í fremur þunnar sneiðar, velta þeim upp úr ólífuolíu kryddaðri með pipar og salti, raða í fatið og baka með. Þær taka þá í sig bragð af steikarsafanum sem drýpur yfir þær á steikingartímanum.