Rósakál með möndlum

Rósakál er kannski ekki það meðlæti sem fyrst kemur í hugann þegar lambakjöt er annars vegar en það getur þó átt mjög vel við. Hér er það gljáð í púðursykri og smjöri og ristuðum möndlum hrært saman við.

Pottur og diskur

Hráefni

 400 g rósakál, ferskt eða fryst
 25 g möndlur, heilar, afhýddar
 3 msk. púðursykur
 2 msk. smjör
 2 msk. hvítvínsedik
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Látið rósakálið þiðna ef það er frosið en snyrtið það ef það er ferskt og forsjóðið e.t.v. í 2-3 mínútur í léttsöltuðu vatni. Hitið möndlurnar á pönnu þar til þær eru byrjaðar að taka lit en gætið þess að þær brenni ekki. Hellið þeim á disk og látið kólna. Setjið púðursykur, smjör og edik á pönnuna, hitið og hrærið þar til það er samlagað. Setjið þá kálið á pönnuna og látið krauma við meðalhita í 6-8 mínútur, eða þar til kálið er rétt soðið í gegn. Hrærið oft á meðan. Bætið að síðustu möndlunum á pönnuna og hellið öllu í skál.

Deila uppskrift