Rósakál með möndlum

Rósakál er kannski ekki það meðlæti sem fyrst kemur í hugann þegar lambakjöt er annars vegar en það getur þó átt mjög vel við. Hér er það gljáð í púðursykri og smjöri og ristuðum möndlum hrært saman við.

Pottur og diskur

Hráefni

 400 g rósakál, ferskt eða fryst
 25 g möndlur, heilar, afhýddar
 3 msk. púðursykur
 2 msk. smjör
 2 msk. hvítvínsedik
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Látið rósakálið þiðna ef það er frosið en snyrtið það ef það er ferskt og forsjóðið e.t.v. í 2-3 mínútur í léttsöltuðu vatni. Hitið möndlurnar á pönnu þar til þær eru byrjaðar að taka lit en gætið þess að þær brenni ekki. Hellið þeim á disk og látið kólna. Setjið púðursykur, smjör og edik á pönnuna, hitið og hrærið þar til það er samlagað. Setjið þá kálið á pönnuna og látið krauma við meðalhita í 6-8 mínútur, eða þar til kálið er rétt soðið í gegn. Hrærið oft á meðan. Bætið að síðustu möndlunum á pönnuna og hellið öllu í skál.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​